KVENNABLAÐIÐ

Forfallakennari eyðileggur jólin fyrir börnunum

Móðir nokkur í Ohioríki, Bandaríkjunum, hefur nú komið fram með ótrúlegar ásakanir á hendur forfallakennara sem var að kenna dóttur hennar í þriðja bekk. Ashley Coughenour var afskaplega leið og hið sama mátti segja um foreldra barna í sama bekk.

Samkvæmt Fox 8 var forfallakennarinn að leysa kennara dóttur hennar af og sagði hún börnunum að jólasveinninn og álfarnir væru ekki til. Kom þetta til þegar börnin vildu endilega sýna henni þeirra útgáfu af álfinum á hillunni (e. Elf on the Shelf.)

Auglýsing

Níu ára dóttir Ashley sagði að kennarinn hefði þá sagt: „Jólasveinninn er ekki raunverulegur, jólin eru ekki raunveruleg og álfarnir hans sveinka eru bara bull.“

Móðirin sagði í viðtalinu: „Ég var reið. Mig verkjaði í hjartað. Ég vil vita af hverju henni fannst í lagi að mölbrjóta æsku þessara barna.“

Önnur móðir sagði að þegar bekkjarkennarinn kom aftur hafi hún reynt að leiðrétta „misskilninginn“ en sagði þó að sum barnanna væru enn dálítið ringluð: „Kennarinn reyndi að minnka skaðann en sum barnanna eru mjög leið, ringluð og dálítið óviss.“

Auglýsing

Kvartanir streymdu á kennarastofuna og tilkynntu skólayfirvöld að þessi kennari kæmi ekki til með að kenna þar aftur: „Við etljum algerlega óhæft að einhver starfsmaður skólans sem umgengst ung börn eigi að hafa skoðanir á þeirra trú varðandi raunveruleika jólasveinsins. Það er ótrúlega ósmekklegt að þetta hafi átt sér stað.“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!