KVENNABLAÐIÐ

Rihanna er sjúklega flott í kvikmyndinni Ocean’s 8!

Langri bið er lokið og sýnishorn úr myndinni Ocean’s 8 er hér. Konur eru í öllum aðalhlutverkum og eru það engar smástjörnur: Rihanna, Sandra Bullock, Cate Blanchett og Anne Hathaway. Þetta er sjálfstætt framhald af þríleik Clooneys í Oceans myndunum og fjallar myndin um Debbie Ocean (Sandra Bullock) sem setur saman gengi til að skipuleggja rán sem mun eiga sér stað á Met Gala í New York.

Auglýsing

Myndin verður frumsýnd þann 8. júní 2018.

Sandra segir í viðtali við Highsnobiety segir Sandra: „Þetta er samsíða saga annars fjölskyldumeðlims sem var alinn upp í sömu fjölskyldu og Danny Ocean. Debbie kemur úr fangelsi og hittir allar þessar flottu konur. Við viljum ekki að myndin sé samt bara fyrir konur. Þetta er ekki karlhatur. Við elskum þá. Það eru menn í myndinni. Við elskum þá. En þetta rán þarfnast kvenna.“

Auglýsing

Sandra Bullock er Debbie Ocean, Cate Blanchett er Lou, Anne Hathaway Daphne Kluger, Awkwafina er Constance, Mindy Kaling leikur Amitu, Helena Bonham Carter er Rose og Rihanna Nine Ball.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!