KVENNABLAÐIÐ

Kardashian systurnar héldu ýmsu leyndu fyrir Kris vegna Caitlyn

Í síðasta þætti KUWTK (Keeping Up With the Kardashians) bað umboðsmamman Kris Jenner dætur sínar að taka þátt í ímynduðum viðtölum til að svara spurningum sem þær vildu ekki svara. Mjög persónulegar spurningar komu upp, m.a. var Kris Jenner spurð um sambandið við hennar fyrrverandi (Bruce) / Caitlyn Jenner.

Auglýsing

Var Kris spurð hvort hún hefði lokað augunum fyrir því að Cait hefði verið transkona og hún svaraði neitandi: „Nei. Ég held að ég hafi ekki haft hugmynd um hvað var í gangi í hans lífi. Það voru hlutir sem gerðust og þær [dæturnar] sögðu mér aldrei frá því. Ég er ekki í neinum hefndarhug, en ég er mjög sár. Ég er verndandi mamma. Ég myndi gera allt fyrir krakkana mína. Hefði ég vitað af þessum hlutum…það brýtur í mér hjartað að vita til þess og heyra hvað var í gangi.“

Kris og Caitlyn voru gift í 24 ár og segir Kris að Bruce hafi verið „fullkominn eiginmaður“ og ef hann hefði ekki komið út sem transkona hefði hún „aldrei fattað það, ekki í billjón ár.“

Auglýsing

Kris segir einnig að það versta hafi ekki verið að hún kom út, heldur endurminningabókin sem Cait skrifaði, hún hafi verið mjög „ónákvæm.“

Kendall brotnaði í eitt sinn niður þegar Cait kom út, sagðist hafa séð pabba sinn klæða sig í kvenmannsföt en hafi ekki viljað sætta sig við sannleikann.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!