KVENNABLAÐIÐ

Ástarstjörnuspáin þín fyrir árið 2018!

Árið 2018 mun hefjast með miklum samruna Mars/Júpíter í sporðdrekanum þannig árið mun verða ástríðufullt sem aldrei fyrr. Orkan kemur með úthaldi til að eiga við allt tilfinningalegt og rómatískt bull sem þú hefur þvælst með hingað til. Þetta mun verða ár framfara og að sækjast eftir því sem við þurfum, þrátt fyrir að vera hrædd við það.

Hér er allt sem stjörnurnar hafa í huga fyrir þig á komandi ári:

HRÚTUR

Í enda desember 2018 muntu hafa innsiglað samband við maka þinn. Þú gætir hafa átt frumkvæðið en það skiptir ekki máli. Það gæti þýtt að þú eyðir öllu af Tinder og nú ertu tilbúin/n að tala við fólkið sem hefur áhuga á að tala við þig. Það mun allt skila sér því stjörnurnar tala þínu máli þegar kemur að ástinni.

Auglýsing

NAUTIÐ

2018 mun hafa sínar hæðir og lægðir en í byrjun sumars muntu sjá fram á rómantískasta tíma allra tíma! Í stað þess að kvíða vetrarmánuðunum er þetta tími til að einbeita þér að þér og vinnunni/framanum þannig þegar ástin knýr dyra ertu tilbúin/n. Allt sem þú gerir til að ýta á eftir ástinni mun bara vera til trafala…láttu hlutina gerast!

 llluv

TVÍBURI

Á nýju ári áttu eftir að verða eftirsóknarverð manneskja í augum þeirra sem hafa ekki áður sýnt þér áhuga. Það er ekkert meira spennandi en manneskja sem er upptekin af því sem hún elskar, þannig þú ert mjög spennandi í augum annarra. Finndu nýtt áhugamál, hlustaðu á aðra tónlist en venjulega og prófaðu þig áfram í fatavali. Fólk mun heillast af því.

KRABBI

Ef árið 2017 var árið þar sem þú komst smá út úr skelinni svo að segja, mun árið 2018 verða árið þar sem þú breytist mjög, bæði á sviðum ástamála og lífinu alls. Með öllum þessum breytingum sem þú hefur gengið í gegnum að undanförnu fylgja nýtt fólk og ný tækifæri. Þú ert að aðlagast þessu. Ekki láta misheppnaðar samræður eða vandræðaleg atvik slá þig út af laginu. Fólk er að venjast þér. Gríptu árið!

LJÓNIÐ

Þú munt hafa aðeins of marga valkosti þegar kemur að nýju ári, en um haustið muntu vita hvað skal gera. Þú hefur einblínt á sjálfstæði að undanförnu og þér finnst það eilítið þrúgandi…þú aðlagast því samt sem áður eins og þú gerir alltaf. Í eitt skipti fyrir öll – dragðu djúpt andann og deildu skyldum þínum með einhverjum öðrum! Þú átt ekki að bera alla ábyrgð alltaf. Þú átt einn elskhuga sem verður alltaf í þínum huga, sama hvaða ástarsambönd verða þarna á milli. Taktu sénsinn…trúðu á ástina.

MEYJAN

Þú hefur eytt síðasta ári í að ná einhverri sátt, einhverju markmiði þannig nú ertu tilbúin/n að leita að ástinni. Þú átt til að vera „manísk/ur” með allt þitt, en nú mun það loks bera árangur. Það er engin leið að vita hvað eða hver mun virka fyrir þig fyrr en þú hefur prófað alla hluti sem gerðu það EKKI.

Úff, kannski ekki það skemmtilegasta en þú vilt njóta lífsins núna…það gæti verið eitthvað nýtt, en breytingar eru svo sannarlega í loftinu.

Auglýsing

VOGIN

Ef þér finnst þú hafa verið dálítið viðkvæm þetta ár….er það alveg rétt. En vegna afar góðrar ástæðu. Þú hefur fundið breytinguna á leiðinni og vilt ekki missa mikilvægustu manneskjuna úr lífi þínu. Þú hefur lagt hart að þér og það mun bera árangur. Stundum, þrátt fyrir að fólk sýni það ekki alltaf, er það samt til staðar fyrir þig og þú vilt að það sé gagnkvæmt. Allt sem þú þarft að gera er að sýna þolinmæði og fólk mun átta sig – við lofum.

 luuvvv4

SPORÐDREKINN

2018 ber nýtt upphaf í skauti sér. Þú hefur beðið eftir þessu lengi…í þetta sinn munu loforðin standa, eitrað fólk mun hverfa og þeir sem þú vilt hafa í lífinu munu vera þar fyrir þig. Sýndu samt varkárni að skilja ekki einhvern ástvin eftir í sárum.

Það er fínt að fá smá frí frá öllu en það þýðir einnig að þú átt möguleika á að laga eitthvað með ákveðnum aðila. Þú veist um hvern ég er að tala.

BOGMAÐUR

Þú þarft að ná ákveðnu jafnvægi en árið 2018 þarftu að taka mikilvægar ákvarðanir sem lengi hafa hvílt á þér. Hugsaðu um nýja árið sem nýtt upphaf. Þú þarft að horfast í augu við ákveðin mál og þú hefur ekki pláss í lífi þínu fyrir eitthvert bull. Það þarf samt ekki að taka allan tímann þinn…það er hægt að gera þetta á einum mánuði en um leið og það er búið kemurðu út úr þokunni, svo að segja. Hreinskilni þín er alltaf „sexý” og þú þarft að nýta þér hana sem oftast.

STEINGEIT

Þetta er frábær tími til að vera steingeit! Þetta verður eitt besta ár í manna minnum! Þú ert opnari en venjulega og fólk sem hefur ekki sóst í þig mun gera það á árinu því þú einfaldlega geislar. Taktu núvitund á komandi mánuðum og ekki hafa áhyggjur af þeim sem fylgja ekki þínum takti. Ef þeir gera það ekki verðskulda þeir þig ekki… (nema þú elskir þá…þú gætir gefið þeim annan séns eða eitthvað, við dæmum þig ekki!)

luvv4

VATNSBERI

Þetta verður ekki þitt „villtasta” ár, frekar það stöðugasta. Það er betra en þú gast óskað þér. Árið 2016 þurftirðu að átta þig á ákveðnum hlutum, 2017 taldist ekki með og 2018 verður árið þar sem allt mun að lokum „meika eitthvert sens” ef þú skilur okkur.

Vá, þú ert svo tilbúin/n! Ertu farin/n að hugsa um sameiginleg rúmföt?

FISKAR

Þetta ár þarftu að taka ákvörðun um hvort þú ætlir að endurvekja samband við gamla elskhuga. Þú hélst að þeir væru horfnir, en þeir skilja að þú ert á toppi lífs þíns nuna og þeir munu herja á þig. Að sjálfsögðu hafa þeir enn stað í hjarta þínu en skoðaðu vel veikleika og styrkleika áður en þú tekur ákvörðun. Allt gæti endað vel, en ertu tilbúin/n að opna þetta hjartasár aftur? Það er nýgróið…

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!