KVENNABLAÐIÐ

Er hætt að stunda kynlíf með karlmönnum eftir að hafa prófað að sofa hjá draugum

Trúir þú á drauga? Þessi breska kona gerir það svo sannarlega. Amethyst Realm segir að hún hafi verið náin 20 draugum og þessi reynsla geri henni ekki kleift að stunda kynlíf með venjulegum karlmönnum aftur.

Amethyst vinnur sem ráðgjafi á andlega sviðinu. Náin kynni við drauga hafa verið hluti af lífi hennar í um 12 ár. Fyrsta kynlífsreynslan átti sér stað þegar hún var íbúi í húsi með unnusta sínum. Hún telur að hún hafi náð að tæla þennan sama draug til sín þegar unnustinn var í burtu.

Auglýsing

drau2

Hún segist ekki sjá draugana sem hún stundar kynlíf með, hún finnur bara fyrir tilvist þeirra. Stundaði Amethyst kynlíf með þessum sama draugi í þrjú ár, framhjá unnustanum þar til hann uppgötvaði hvers kyns var. Hann kom heim úr vinnu snemma og sá votta fyrir draug í rúminu með henni. Amethyst kaus drauginn fram yfir unnustann.

Auglýsing

Nú er hún að athuga mörguleikann á að ganga með barn draugs. Það er þekkt á ensku sem „phantom pregnancy” en furðulegt nokk – engum hefur tekist að fæða slíkt barn. Það stöðvar hana þó ekki og hún ætlar að reyna málið til fullnustu. Hún er ekki ein um svona skoðanir, bæði stjörnurnar Bobby Brown og Kesha segjast hafa stundað kynlíf með draugum.

drau1

Alexander Holder, rannsakandi yfirnáttúrulegra fyrirbæra, segir að þessi hugmynd hennar haldi vart vatni. Draugar gefa ekki frá sér neina hlýju og segir hann að svefntruflanir, svefnraskanir og svefnlömun sé frekar útskýringin á þessu. Allt getur það valdið miklum ofskynjunum.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!