KVENNABLAÐIÐ

Jennifer Lawrence mun leika Agnesi Magnúsdóttur

Íslenska sveitalífið til Hollywood! Óskarsverðlaunaleikkonan geðþekka, Jennifer Lawrence, mun leika Agnesi Magnúsdóttur, síðustu konu sem var tekin af lífi á Íslandi árið 1830. Luca Guadagnino mun leikstýra henni en Jennifer sjálf framleiðir myndina sem kemur til með að kallast „Burial Rites.“ Variety greinir frá þessu.

Auglýsing

Handritið verður unnið upp úr bók með samnefndu nafi eftir Hannah Kent, en hún var gefin út árið 2013. Agnes var dæmd til dauða fyrir að myrða tvo menn og kveikja í húsum þeirra. Sagan gerist þegar Agnes bíður eftir samþykki hæstaréttar og hún lítur til baka til meintra glæpa sinna.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!