KVENNABLAÐIÐ

Britney tilbúin að eignast barn með kærastanum

Söngkonan Britney Spears hefur verið með afar vinsæla sýningu í Las Vegas undanfarin ár en nú fer að síga á seinni hlutann á því, síðasta sýning er áætluð 31. desember. Gula pressan spáir því að Britney og kærastinn Sam Asghari trúlofi sig áður en það gerist: „Britney á bara fimm sýningar eftir og hún getur ekki hætt að tala um barneignir. Hana langar svo ofboðslega í stelpu og hún er brjálæðislega ástfangin af Sam,“ segir náinn vinur hennar og bætir við að það sé algerlega gagnkvæmt.

Auglýsing

Sagt er að Britney sé að taka vítamín til að undirbúa sig fyrir meðgöngu. Söngkonan á tvo syni úr fyrra sambandi, þá Sean Preston, 11 ára og Jayden James, 12 ára: „Hún vill stækka fjölskylduna og Sam er virkilega sammála.

Með sonum sínum
Með sonum sínum

Síðan þau tvö hittust fyrir gerð myndbandsins „Slumber Party” hefur Britney verið ötul í ræktinni og vill viðhalda æskuljómanum því Sam er mun yngri en hún. Það eru þó ekki allir ánægðir með sambandið: „Fjölskylda hans og vinir hennar treysta honum ekki…sérstaklega þegar kemur að hjónabandi og barneignum.“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!