KVENNABLAÐIÐ

Ástæða þess að margir láta lífið við að moka snjó

Vetur er genginn í garð og fengu íbúar á höfuðborgarsvæðinu smá snjó um daginn. Flestir binda þó vonir við að jólin verði hvít en ekki rauð, en eins og íslenskt veðurfar hegðar sér er engin leið að spá fyrir um það.

Snjónum fylgir ákveðin áhætta – frá aukinni áhættu í umferðinni til hálkuslysa. Svo er einnig mikil áhætta vegna snjómoksturs. Á árunum 1990-2006 má rekja tæplega 1700 dauðsföll í Bandaríkjunum einum til snjómoksturs. Allt voru þetta hjartatengdir kvillar sem drógu fólk til dauða.

Auglýsing

Hver er samt ástæðan fyrir þessu? Hjartasérfræðingurinn Barry Franklin, segir í viðtali við BBC að hann telji að hundruðir manna láti lífið á ári hverju vegna snjómoksturs því „þeir hafa enga hugmynd um hversu mikið álag það leggur á hjartað.“

Teymi sem Barry setti saman komst að því að jafnvel ungt og hraust fólk fékk hjartaáfall við snjómokstur vegna þess að bæði hjartslátturinn og blóðþrýstingurinn jókst mun meira heldur en við hlaup á hlaupabretti eða álíka hreyfingu: „Svo blandarðu þessu saman við ískalt loft sem veldur því að æðarnar þrengjast og súrefnismagn er því minna, þá hefurðu í raun kjöraðstæður fyrir hjartaáfall.“ segir Barry.

Einnig segir hann að snjómokstur sé sérlega erfiður fólki því hann krefst þess frekar að fólk vinni með höndunum en fótleggjunum – þessvegna verður fólk mótt fljótlega.

Auglýsing

Oft gerist þetta á morgnana, fólk er að ryðja innkeyrslur og gönguleiðir vegna snjós sem fellur að næturlagi og líkaminn er sérstaklega viðkvæmur á milli 6-10 á morgnana. Hjartasérfræðingurinn mælir ekki með að fólk eldra en 55 ára stundi snjómokstur yfir höfuð því það sé hreinlega lífshætulegt. Ef fólk er í ofþyngd, reykir eða lifir ekki heilbrigðu lífi er aukin áhætta á hjartaáfalli, sama á hvaða aldri.

Ef það er afskaplega nauðsynlegt ætti fólk að ýta frekar snjónum til hliðar frekar en að skófla honum upp, klæða sig vel og taka djúpa andardrætti reglulega. Fyrir hverja gráðu sem verður kaldari en -5°C er 10% líklegra að eldra fólk verði fyrir öndunartruflunum.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!