KVENNABLAÐIÐ

Dóttir Channing og Jenna Dewan Tatum er afar lík pabba sínum!

Hún er orðin svo stór! Jenna Dewan Tatum, eiginkona leikarans Channing Tatum hefur alltaf haldið dóttur sinni Everly fyrir utan sviðsljósið og var það því fagnaðarefni fyrir papparassana að ná sjaldgæfri mynd af þeim saman. Mægðurnar fóru út að leika í garði í Los Angeles og var Everly í einhyrninga-þema í klæðnaði! Hún brosti stöðugt allan tímann og er greinilega afskaplega hamingjusöm.

Channing, 37, og Jenna, 36, elska að vera foreldrar og vilja eiga mörg börn. Þau eru gersamlega hugfangin af Everly sem er fjögurra ára: „Hún er svona mini-stílisti. Henni finnst gaman að segja mömmu sinni í hverju hún eigi að vera. Hún klæðir sig sjálf á morgnana og velur vandlega…hún er með afar sérstakan stíl.“

Auglýsing

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!