KVENNABLAÐIÐ

Suri Cruise stígur sín fyrstu skref í bransanum

Suri Cruise, 11 ára dóttir Katie Holmes og Tom Cruise, fór í fyrsta sinn á svið á föstudaginn síðasta. Var hún að kynna tónleika Taylor Swift fyrir iHeartRadio’s Jingle Ball í Madison Square Garden í New York. Aðdáendur hljóta að spyrja sig hvað föður henni kunni að finnast um það, en hann hefur ekkert samband haft við hana í mörg ár.

Auglýsing

Suri var með mömmu sinni á sviði og virtist líða ágætlega fyrir framan þúsundir. Katie sagði: „Hún er ein af okkar uppáhalds söngkonum og hver er það?“

Suri svaraði spennt: „Taylor Swift!”

Svo fylgdust þær mæðgur með Taylor taka lögin “Shake It Off,” “…Ready For It?,” “I Don’t Want to Live Forever,” og “Look What You Made Me Do.”

Auglýsing

Taylor og Katie unnu saman árið 2014 í myndinni The Giver. Nú er Katie laus við Tom Cruise og hefur gert samband sitt og Jamie Foxx opinbert. Þær mægður dveljast oft hjá honum í Los Angeles.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!