KVENNABLAÐIÐ

Aldrei ljúga að gáfaðri konu!

Þessi saga er á flugi á netinu þessa dagana…boðskapurinn er þessi: Ekki ljúga að gáfaðri konu. Eða ekki ljúga yfirhöfuð. Hvort sem sagan er sönn eður ei gætu margir lært eitthvað.

Hún er svona:

Eigimaður hringir í konu sína:

„Ástin mín, yfirmaður minn bauð mér í veiðiferð til Kína í viku. Þetta er frábært tækifæri fyrir mig til að fá stöðuhækkunina sem mig hefur dreymt um. Myndirðu vera svo elskuleg að pakka fötum fyrir heila viku, taka til veiðistöngina og veiðiboxið? Við erum að fara af skrifstofunni núna og ég kem við til að ná í dótið. Já, viltu líka pakka nýju bláu silkináttfötunum líka?“

Auglýsing

Konunni þykir bónin eitthvað undarleg, en þar sem hún vildi ekki vera með leiðindi gerði hún nákvæmlega eins og han bað um.

Eftir viku kom eiginmaðurinn heim, dálítið þreyttur en leit vel út. Konan bauð hann velkominn heim og spurði hvort hann hefði veitt mikið af fiski.

Auglýsing

Eiginmaðurinn svarar:

„Já ástin mín, við veiddum fullt af laxi, löngu og nokkra sverðfiska. En má ég spyrja þig…af hverju pakkaðirðu ekki bláu silkijakkafötunum mínum?“

Þá svarar hún: „Ég gerði það. Þau eru í veiðiboxinu þínu.“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!