KVENNABLAÐIÐ

Sex ára stúlka nefnd „fallegasta stúlka í heimi“

Á meðan flestir sex ára krakkar eru að leika sér með slím eða í tölvuleik í iPad, er Anastasia Knyazeva upptekin við að byggja upp fyrirsætuferilinn. Anastasia er rússnesk og hefur fengið mikið af fyrirsætuverkefnum þar í landi en hún er á skrá hjá skrifstofunni President Kids Management. Móðir Anastasiu sér um Instagramið hennar sem hefur meira en hálfa milljón fylgjenda.

Auglýsing

Þar deilir móðir hennar myndum af daglegu lífi sem og fyrirsætustörfum. Fólk fær ekki nóg af þessum fallegu bláu augum og næstum brúðulegum andlitsdráttum.

Спасибо вам, дорогие друзья, за ваши теплые слова и поздравления? Мы узнали о нашем титуле несколько дней назад от западных СМИ. Но вчера эта волна информации ? докатилась до России ☺️ Будем с достоинством носить его ? А всем злопыхателям хочу сказать☝️что мой ребенок, не «умирает» от изнурительной «работы» модели на подиумах и съемках, как многие думают. В первую очередь, я занимаюсь ее воспитанием и образованием ☝️ Помимо детского сада, она посещает столько дополнительных занятий, что вы себе даже и представить не можете. Моделинг конечно штука хорошая, но все должно быть в меру☝️ (Лично мое мнение) Спасибо нашему агенству @pkmanagement , директору @lara_pkagency , @tematruelove , @ksyusha_abdukhanova Спасибо нашим любимым фотографам ?@yanachuvalova, @natalaina, @robert.beczarski, @varvarabychkova и др. за красивые фото, благодаря которым мы получили популярность и признание ? Всем добра ❤️ Фото ? @yanachuvalova Makeup & hair ? @anloginova_makeup Style ? @sophie_suru A post shared by Anna Knyazeva (@anna_knyazeva_official) on

Anastasia er einnig kölluð Anna og fetar hún í fótspor frönsku fyrirsætunnar Thylane Blondeau sem nú er 16 ára gömul. Var hún einnig nefnd „fallegasta stúlka í heimi“ þegar hún var sex ára og er hún yngsta fyrirsæta til að sitja fyrir hjá franska Vogue.

Auglýsing

???

A post shared by Anna Knyazeva (@anna_knyazeva_official) on

Önnur rússnesk fyrirsæta var einnig kölluð fallegasta stúlka í heimi. Kristina Pimenova er nú 11 ára. Móðir hennar fékk mikla gagrnýni fyrir að birta myndir af henni á samfélagsmiðlum fyrir að vera ögrandi. Þrátt fyrir mikinn stuðning hefur móðir Önnu líka verið gagnrýnd fyrir að leyfa dóttur sinni að hafa Instagram aðgang svo ung.

Flestir eru sammála um að barna- og ungbarnamyndir á samfélagsmiðlum geti verið afar krúttlegar en hverjar eru hætturnar? Þú ert að kynna þau fyrir heimi sem „lækar“ og dæmir í senn. Þú ert að opna rafrænan heim fyrir þeim sem þau báðu aldrei um: „Að „branda“ barnið sitt getur verið hættulegt. Þú deilir einhverju án þeirra samþykkis og í öðru lagi ertu að gefa þeim rödd sem er ekki þeirra, heldur þín“ segir sálfræðingurinn Emma Kenny.

Svo er það auðvitað spurning um öryggi barnsins: „Að deila efni með barninu þínu á samfélagsmiðla er ekki mjög öruggt. Rannsóknir sýna að áreiti á netinu er mikið, eins og vitað er, og ætti öryggi barnsins þíns alltaf að vera í fyrirrúmi,“ segir hún ennfremur.

Þegar börnin eldast gæti þeim þótt það óþægilegt að vita að mynd af þeim í baði geti verið einhversstaðar þarna úti.

Heimild: Yahoo

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!