KVENNABLAÐIÐ

Af hverju brosir hundurinn svona furðulega?

Þetta er Pandóra og eins og nafnið gefur til kynna (Pandórubox) á hún það til að draga upp hluti sem ættu kannski ekkert að sjást. Eigandi hennar, Lucas Alves Magalhães, frá Brasilíu, áttaði sig fljótlega á eftir að hann tók hana að sér að hún hefði ofboðslega gaman af að grafa upp hluti og líka að fela þá.

Grillið sést fyrir aftan Pandóru sem er greinilega mjög ánægð með sig
Grillið sést fyrir aftan Pandóru sem er greinilega mjög ánægð með sig
Auglýsing

Til dæmis gróf hún grillið hans Lucasar til hálfs í drullunni í bakgarðinum. Hún var mjög stolt af sér fyrir það!

Fyrir nokkrum mánuðum tók Lucas eftir því að Pandóra var að skokka um bakgarðinn, sigri hrósandi. Hann sá ekki hvað hún var með  þannig hann kallaði á hana: „Þegar ég skoðaði andlitið á henni var ég næstum dáinn úr hlátri!“ Pandóra hafði augljóslega grafið upp gervitennur.

pan2

„Það var eldra fólk sem átti húsið á undan mér. Kannski áttu þau þessar tennur. Kannski skiptu þau um tennur og grófu hinar í bakgarðinum. Það er engin önnur skýring, því við könnumst ekki við þær.“

Auglýsing

pan3

Lucas tók nokkrar meðfylgjandi myndir sem eru alveg ótrúlega fyndnar! Svo setti hann gervitennurnar í ruslið og Pandóra fór aftur út í garð að grafa…

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!