KVENNABLAÐIÐ

Selena Gomez tjáir sig í fyrsta sinn um nýja sambandið við Justin Bieber

Söngfuglarnir Selena Gomez og Justin Bieber hafa átt stormasamt samband í gegnum tíðina og fóru þau í sitthvora áttina á tímabili. Svo virðist samt sem þau hafi ákveðið að láta öll leiðindi að baki og eru nú hamingjusöm saman. Það gerðist þó ekki óvart, heldur segir Selena það hafi verið mjög meðvituð ákvörðun:

„Ég er 25 ára, ekki 18,19 eða tvítug. Ég fagna öllum sem hafa verið í mínu lífi. Kannski, áður, gæti ég hafa verið að reyna að ná einhverju í gegn sem var ekki rétt. Það þýðir samt ekki að mér þyki ekki enn vænt um fólk, þó það fari úr mínu lífi.“

Auglýsing

Selena hefur þekkt allt A-liðið í Hollywood frá því hún var lítil: „Ég meina ég ólst upp með Demi Lovato, Nick og Joe Jonas og Miley Cyrus og við höfum öll gengið í gegnum ýmis tímabil. Það er samt ekki jafn alvarlegt og margir vilja vera láta. Ég ólst upp með þessu fólki og það er gaman að sjá hvað þau eru að gera í dag.“

Selena segir að hún og hennar fyrrverandi The Weeknd séu góðir vinir: „Það er eitthvað sem ég er mjög stolt af, það er raunverulegur vinskapur í gangi.Ég hef ekki upplifað slíkt áður.“

(The Weeknd hefur nú eytt öllum Instagrammyndum af þeim saman og er ekki lengur að fylgjast með henni…hún er enn með myndir af honum)

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!