KVENNABLAÐIÐ

Fyrrverandi eiginmaður Meghan Markle undirbýr eldfima sjónvarpsþætti um líf þeirra saman

Meghan Markle er nú í óða önn að undirbúa brúðkaup sitt og Harry Bretaprins sem fara mun fram í maí 2018. Draugar fortíðar halda þó áfram að elta hana, til dæmis hennar fyrrverandi Trevor Engelson. Voru þau Meghan og Trevor gift 2011-2013.

Auglýsing

Slúðurblöðin á borð við New Idea og Radar segja Trevor, sem sjálfur er kvikmyndaframleiðandi, sé að vinna með frægum framleiðendum í Hollywood að þætti um Meghan – líf hennar, frama og rómantík. Plott verkefnisins er eitthvað á borð við að skilnaður sé erfiður og það sé erfitt þegar fyrrverandi eiginkona sé að fara að giftast breskum prins. Er ólíklegt að Harry geti haft eitthvað um þetta að segja þegar hefnigirni fyrrverandi eiginmanns er annars vegar.

Auglýsing

Verkefnið sem hófst sem „fyndinn brandari“ hefur nú tekið á sig mynd, og eru framleiðendurnir Danny Zuker, Jake Kasdan og Dan Farrah allir áhugasamir.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!