KVENNABLAÐIÐ

Mariah Carey aflýsir jólatónleikum vegna heilsubrests

Söngdívan Mariah Carey er óumdeild drottning jólanna eftir að lagið hennar „All I Want for Christmas Is You“ sló í gegn árið 1994 og varð um leið klassískt jólalag.

Auglýsing

Mariah verður þó fjarri öllu jólagamni þessi jólin, a.m.k. í bili, þar sem hún er með slæma öndunarfærasýkingu og er að jafna sig. Ætlaði hún að hefja tónleikahald þann 17. nóvember en nú virðist sem hún geti ekki haldið tónleika fyrr en allavega 2. desember. Sagði hún á Instagram: „Ég vona að allir hafi átt dásamlega þakkargjörðarhátíð með ástvinum, það er nauðsynlegt að vita að allir séu þakklátir. Ég er þakklát fyrir heilsu mína…en þarf aðeins lengri tíma til að jafna mig. Læknarnir hafa skipað mér að hvílast nokkra auka daga áður en ég flýg til New York og hef jólatúrinn. Ég veit þetta er svekkjandi en ég treysti á ykkar stuðning – það skiptir mig öllu! Sé ykkur af sviðinu elskurnar mínar!“

Auglýsing

Aðdáendur (sem hún kallar „lömbin sín“) kepptust við að senda henni batakveðjur: „Get well soon Mimi,“ skrifaði einn og annar sagði:  „I love you so much Mariah…pls take enough rest and get healthy.“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!