KVENNABLAÐIÐ

Leikkonan Jennifer Lawrence vill hætta að leika og fara að mjólka geitur

Jennifer Lawrence þráir að taka sér frí frá Hollywood og öllu sem því fylgir. Hin 27 ára Óskarsverðlaunaleikkona hætti nýlega með kærastanum sínum, leikstjóranum Darren Aronofsky segir að hún vilji kaupa sér bóndabæ og fara að „mjólka geitur.“

Auglýsing

Þegar Jennifer var táningur bjó hún nálægt hestabúgarði í Kentucky og fór þangað í heimsókn á hverjum degi. Jen er þekktur dýraaðdáandi og á hund sem heitir Pippi og tekur hún hann alltaf með á settið þegar hún er að leika í myndum. Hún er búin að vinna stanslaust í áratug og þráir bara frí. Er Jen metin á 100 milljón dollara, þannig hún ætti alveg að geta tekið sér frí.

Auglýsing

Áður en hún gerir það þó, þarf hún að leika í spennumyndinni Red Sparrow og X-Men: Dark Phoenix, þar sem hún hefur skrifað undir samninga þess efnis. „Ég vildi alltaf búa í Kyrrahafinu, að eiga venjulegt líf,“ segir hún.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!