KVENNABLAÐIÐ

Marín Manda lenti í skelfilegum hremmingum í London

Marín Manda Magnúsdóttir flugfreyja ætlaði að eiga notalegan vinkonuhitting í gær og flaug til London til að hitta sex vinkonur sínar. Um miðjan dag í gær var mikið öngþveiti á Oxford Circus þar sem talið var að um hryðjuverkaárás að ræða. Margir töldu sig hafa heyrt skothvelli og mikil angist greip um sig meðal fólks. Margir slösuðust og tæplega 20 manns voru fluttir á spítala.

Auglýsing

Marín Manda segir:

Í gær flaug ég til London að hitta 6 vinkonur mínar. Stelpuferðin breyttist skyndilega í óraunverulega atburðarrás þar sem við töldum okkar allar vera í lífshættu. Á meðan ég og kær vinkona földum okkur í kjallara á verslun sem við hlupum inn í, sendi ég barnsföður mínum skilaboð að sjá um börnin okkar ❤️

Ég hef ALDREI upplifað svona hræðslu. Öskrin bergmáluðu út um allar götur um kring og fólk barði á glugga. Net og símasamband lá niðri og við vissum ekkert.

Skyndilega kom öryggisvörður sem leiddi okkur inn í verslun þar sem um 50 manns stóð í geðshræringu. Öllu var læst svo enginn kæmist inn né út. Starfsmenn verslunarinnar stóðu sig eins og hetjur og buðu upp á vatn og einhvers konar hughreystingu. Vinkonur okkar voru á meðan að skýla ser bakvið bar, fólk liggjandi á gólfinu, undir borðum.

Auglýsing

Ein var viðskila við hópinn og var dreginn með mannþvönginni, kastað og trampað á…er nú handleggsbrotin ?.

Ég mun aldrei gleyma þessari sýn. Við höfðum gengið út Carnaby Street og skyndilega kom haf af fólki hlaupandi, öskrandi: Run, run, run!!!!!!?? lítið barn skall beint á andlitið í stéttina og fólk hljóp yfir það. Við gátum ekkert gert nema að hlaupa eitthvert í skjól. Allar heyrðum við læti eins og skothljóð en fjölmiðlar segja það ekki hafa verið. Nú er leitað af tveimur mönnum vegna þessara atburða. Við erum enn að jafna okkur en svona lífsreynsla kemur ekki í veg fyrir að nú skálum við fyrir lífinu og vinskapnum í Mimósu.

Færslan er birt með leyfi Marínar Möndu

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!