KVENNABLAÐIÐ

Gwyneth Paltrow loksins búin að trúlofast kærastanum!

Leikkonan Gwyneth Paltrow hefur verið að hitta Brad Falchuk í þrjú ár og loksins eru þau búin að trúlofa sig. Gwyn er 45 ára og þau hafa verið að ræða trúlofun í heilt ár, áður en Brad fór á hnéin: „Þau vissu bæði að þetta myndi gerast að lokum, en þetta var enginn stór hlutur þar sem þau hafa bæði verið í löngum hjónaböndum áður. Þau voru ekkert að flýta sér,“ segir nafnlaus heimildarmaður í samtali við US Weekly.

Auglýsing

Gwyneth og hennar fyrrverandi og barnsfaðir, Chris Martin, luku skilnaðinum í júlí árið 2016 eftir 13 ára hjónaband. Þau eru samt bestu vinir og reyna að ala upp börnin í sátt og samlyndi.

gwww

Gwyn og Brad hittust árið 2014 við tökur á sjónvarpsþættinum Glee, sem Brad framleiddi og samdi ásamt öðrum. Gwyn fékk lítið hlutverk sem forfallakennarinn Holly Holliday.

Auglýsing

Þau héldu sambandi sínu leyndu þar til í september 2015 þegar þau komu fram opinberlega á frumsýningu Scream Queens í Los Angeles. Brad á tvö börn fyrir með Suzanne Falchuck og þau eiga tvö börn saman, þau Isabelle og Brody. Gwyn á tvö börn með söngvara Coldplay.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!