KVENNABLAÐIÐ

Selena Gomez „dauðhrædd“ um að The Weeknd segi frá öllu sem miður fór í sambandinu

Söngfuglarnir Selena Gomez og The Weeknd áttu í eldheitu ástarsambandi í einhverja mánuði en eru nú hætt saman eins og Sykur hefur greint frá. Selena er hrædd um að Abel (The Weeknd) muni hefna sín á henni og segja frá öllum leyndarmálunum sem þau áttu í sambandinu þar sem Selena er nú (að því er virðist) byrjuð aftur með Justin Bieber.

Auglýsing

„Abel er mjög reiður og í hefndarhug núna,“ segir vinur parsins fyrrverandi í viðtali við Radar. „Hatur hans á Justin er í hæstu hæðum og hann er í vígahug á hverjum degi. Hann er viðkvæmur náungi, hann hefur grátið mikið og hefur fundið huggun í að tala við vini sína. Næsta skref er að tala um allt opinberlega og Selena er skíthrædd.

Selena og Justin hafa ekki tjáð sig um málið en svo virðist sem Bella Hadid hafi verið Abel innan handar að undanförnu.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!