KVENNABLAÐIÐ

Lét næstum því lífið til að líta út eins og Barbie: Myndband

21 árs kona vill ekki hætta að fara í lýtaaðgerðir til að líta út eins og Barbiedúkka. Amanda Ahola hefur eytt tæpum þremur milljónum í lýtaaðgerðir, en hún er frá Jyväskylä í Finnlandi. Amanda var í stærð B í brjóstahaldara, en er nú komin í stærð 30GG. Hún eyðir miklu í Botox og varafyllingu en þegar hún var í þriðju brjóstaaðgerðinni sinni fékk hún bæði heilabólgur og flogakast. Þrátt fyrir það virðist ekkert geta stöðvað hana í leit að hinu „fullkomna“ lúkki.

Auglýsing