KVENNABLAÐIÐ

Leit stendur yfir að konu í fjólubláum klæðnaði í tengslum við hvarf Madeleine McCann

Þrátt fyrir að áratugur hafi liðið síðan Madeleine McCann hvarf í Portúgal hefur áhugi fólks eða lögreglu ekki dvínað þó síður sé. Eitt frægasta sakamál allra tíma virðist enn vera ljóslifandi í hugum fólks. Afbrotafræðingur segist hafa borið kennsl á dularfulla konu sem er leitað af bresku lögreglunni í tengslum við týndu stúlkuna.

Rannsóknarlögreglumenn Scotland Yard leita nú að konu sem var klædd í fjólublátt og sást fyrir utan íbúðina þar sem Madeleine var numin á brott. Tveir sjónarvottar hafa staðfest það. Tveir rannsóknarlögreglumenn hafa nú ferðast til Búlgaríu til að finna konuna. Afbrotafræðingurinn Heriberto Janosch Gonzalez segir að konan hafi verið búlgörsk þjónustustúlka að nafni Luisa Todorov.

Auglýsing

Luisa sem er 58 ára í dag vann á Ocean Club hótelinu í Praia da Luz þegar Madeleine hvarf árið 2007. Gaf bæði hún og eiginmaður hennar Stefan (50) vitnisburð við lögreglu fimm dögum eftir hvarfið. Þau neituðu bæði að hafa nokkuð með hvarfið að gera og lögreglan hefur ekki haft afskipti af þeim í meira en áratug.

Talið er að Luisa sé konan sem hafi sést standa við ljósastaur fyrir utan þar sem Madeleine hvarf, um klukkan 20, 3. maí 2007. Annar sjónarvottur segir að „konan í fjólubláu“ hafi verið í grenndinni hálftíma seinna. Gonzales er sannfærður um að Luisa sé þessi kona sem er leitað: „Það er nú vitað að [Scotland] Yard sé í Búlgaríu að leita að konunni. Það er líklegt að þeir séu að leita að Todorov hjónunum. Það er sterk tenging við Búlgaríu og vitað er að erlent vinnuafl var á hótelinu.“

Auglýsing

Lögreglan hefur fengið 560 vísbendingar í gegnum árin og hefur jafnvel grafið upp hluta af Praia da Luz til að leita að vísbendingum. 9000 manns hafa sagst séð Madeleine í mörgum hlutum heimsins.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!