KVENNABLAÐIÐ

Tískuhönnuðurinn Azzedine Alaïa er látinn

Hinn heimsfrægi tískuhönnuður Azzedine Alaïa hefur kvatt þennan heim, 77 ára að aldri, skv. Le Point. Hann var fæddur í Túnis og varð afar vinsæll á níunda áratugnum fyrir að búa til klæðnað fyrir stjörnur, ofurfyrirsætur og tískugúrúa. Hann var þekktur sem „King of Cling“ fyrir prjónaflíkur sínar sem mótuðu líkama þess sem klæddist. Hann bjó til fyrstu línuna sína árið 1979 og opnaði verslanir í New York og Beverly Hills.

Auglýsing

azz

Hafði hann mikinn áhuga á dreifingu og sölu og varð verslunum stundum fjötur um fót vegna afskiptasemi. Azzedine var tvíburi og þegar tvíburasystur hans lést árið 1992 tók hann sér smá hlé í nokkur ár. Hann vildi aldrei taka þátt í hefðbundnum sýningum en vildi stjórna þeim sjálfur. Síðasta sýningin hans var í júlí 2017, en hún var sú fyrsta í sex ár. Er Azzedine talinn einn áhrifamesti hönnuður í nútímatísku og mun hans sárt verða saknað.

 

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!