KVENNABLAÐIÐ

Er maður með anorexíu eða búlimíu ef maður eru ekki mjór?

Eftirfarandi spurning er frá lesanda doktor.is. Hún hefur spurningu varðandi átröskun eða hugsanlega óheilbrigt samband við mat. Hér er spurningin:

Æ, mér líður voðalega kjánalega að vera að skrifa svona persónulegt dótarí á netið, en það verður að hafa það. Ég er á 17. ári og frekar þéttvaxin en samt með línur alveg í góðu lagi en ég myndi vilja missa af maganum á mér. Ég held að ég sé með einhverskonar átröskun, því hvað sem það er þá er ég föst í einhverjum vítahring sem ég veit ekkert hvernig eða hvort ég vilji komast úr. Þetta byrjaði jólin 2003 en þá fór ég að svelta mig og át kannski bara 2 gulrætur yfir allan daginn og eina kornflexskál en ældi henni. Á þessum tíma var ég mjög vel vaxin og ánægð með mig en ég varð hrifin af strák og vildi verða grennri. Þetta jókst bara með næsta árinu en fór þá frekar út í að æla en sult.

Auglýsing

Svo þegar ég var orðin flott þá hætti ég öllu og var bara hamingjusöm í 3-4 vikur en þá auðvitað fitnaði ég smám saman og þá tók hringurinn aftur við og hefur þetta skipst svona á núna síðan þá. Ég verð aldrei lífshættulega mjó eða neitt, þó mér sé fyrst farið að langa það núna. Ég myndi gera allt fyrir að verða mjó! Ætli ég myndi ekki skera af mér fæturnar eða hvað annað yrði ég grönn eins og grennstu fyrirsæturnar. Ég er búin að vera verri seinustu mánuði en samt langar mig bara til að svelta mig og æla og verða eins og beinagrind svo ég veit ekkert hvað ég á að gera..:/ Og á annað borð, getur ekki verið að ég sé með átröskun? Er maður eitthvað með anorexíu eða búlemíu ef maður er ekki mjór?!?

Já og btw. ég var líka að fikta við að æla þegar ég var svona 9 ára…ég man ekki samt afhverju hvort ég var einhvað feit… ekki er 9 ára barn með átröskun?

Auglýsing

Svar:
Komdu sæl kæra vina. Já, það er trúlegt að þetta sé átröskun og sýnist mér ekki vera nokkur vafi á því að þú þurfir að fá hjálp til þess að vinna á þessum vanda þínum.  OA samtökin www.oa.is eru með opna fundi sem eru sérstaklega ætlaðir fyrir einstaklinga með anorexíu og bulimíu.

oa

Þar getur þú bara gengið beint inn og verið viss um að það verður tekið vel á móti þér.  Þú finnur á vefsíðunni þeirra hvar þeirra fundir eru haldnir.  Ef þú hefur áhuga þá get ég gefið þér símanúmer hjá konu sem þekkir þetta mjög vel og getur leiðbeint þér fyrstu skrefin.  Láttu mig vita ef þú hefur áhuga á því! Annars óska ég þér alls hins besta og vona að þér gangi vel að vinna þig út úr þessum vítahring og nýttu þér þá hjálp sem er í boði.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!