KVENNABLAÐIÐ

Jennifer Hudson skilin við unnusta sinn til 10 ára

Söng- og leikkonan Jennifer Hudson hefur nú skilið við unnusta sinn, David Otunga, og hefur fengið á hann nálgunarbann vegna ofbeldis. Talsmaður Jennifer staðfestir þetta í fréttatilkynningu: „Þau hafa reynt að enda samband sitt í marga mánuði.“ Jennifer og David eiga einn son, David, sem er átta ára. Segir talsmaður hennar að hún sé að skilja „einungis til að hugsa um hagsmuni sonar þeirra.“

Auglýsing

Lögfræðingur Davids segir: „Otunga hefur aldrei áreitt eða níðst á Hudson og það er óheppilegt, sérstaklega í landslaginu sem við búum við í dag, að hún hafi haft þörf fyrir að búa til þessar fölsku ásakanir á hendur honum. Otunga hlakkar til þessa dags í réttinum og að fá forræði barnsins til sín.“

Auglýsing

David er fyrrum glímukappi og bað hann Jennifer einu ári eftir að þau hittust. Sonur þeirra kom í heiminn skömmu síðar. Þegar þau höfðu verið saman í sex ár bjuggu þau ekki einu sinni saman og töldu vinir þeirra ólíklegt að þau myndu nokkurn tíma ganga í það heilaga. Jennifer hefur sagt: „Um leið og ég gifti mig mun ég ekki skilja. Ég trúi ekki á skilnað svo þegar ég gifti mig er það komið til að vera. Við viljum vera fullkomlega sameinuð í hamingju okkar.“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!