KVENNABLAÐIÐ

Koss Justin Bieber og Selenu Gomez: Eru þau saman á ný?

Söngfuglarnir Justin Bieber og Selena Gomez hafa nú endurvakið vinskapinn með kossi sem aðdáendur halda vart vatni yfir. Þau hafa sést undanfarnar vikur saman, en Selena hætti með The Weeknd seint í októbermánuði. Á miðvikudag sáust þau kyssast á hokkíleik sem Justin lék með í…vináttuleik í Los Angeles. Selena tók hundinn sinn með, Cavalier sem The Weeknd gaf henni. Selena og Justin hafa byrjað og hætt saman oft en árið 2014 skildu leiðir.

kosss sel jus

Í dag segir nafnlaus heimildarmaður í viðtali við E!: „Þau vilja ekki hitta neinn annan. Þau eru mjög einbeitt að sambandið gangi upp. Þau hafa þroskast mikið síðan síðast þegar þau voru saman.“

Auglýsing

Justin og Selena hafs sést saman í kirkju, úti að hjóla og Selena hefur mætt á hokkíleiki hjá honum, í peysunni hans.

„Kirkjan hefur hjálpað þeim báðum að sjá ljósið, Justin er 100% einbeittur að gera hana ánægða. Hann elskar hana og vill hugsa um hana. Allir Justins megin þykir þetta jákvætt skref. Selena er mjög ástrík kona og allir eru að jafna sig á óvæntum endurfundum.“

 

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!