KVENNABLAÐIÐ

Johnny Depp aðalstjarnan í afar ögrandi nýju myndbandi frá Marilyn Manson

EKKI FYRIR VIÐKVÆMA: Leikarinn Johnny Depp er nú í aðahlutverki í glænýju myndbandi söngvarans Marilyn Manson og sést hann þar í bólinu með tveimur yngri konum. Johnny hefur verið umdeildur að undanförnu og þetta myndband getur varla talist honum til tekna í glysborginni Hollywood þar sem allt logar vegna kynferðislegrar misbeitningar valdamikilla karla á konum. Johnny sér nefnilega konu sem er meðvitundarlaus/sofandi nakin og hann tekur af henni sængina og horfir á hana og þuklar.

Auglýsing

Einnig var Johnny í málaferlum við Amber Heard, fyrrverandi eiginkonu vegna ofbeldis.

Marilyn Manson er þekktur fyrir allt annað en settleg myndbönd og er hann (48) ára að hvetja fólk til að drepa fyrir sig, en lagið heitir KILL4ME. Er viðvörun með myndbandinu og áhugavert hvort það geti hangið lengi inni á YouTube, svo gróft er það.

Auglýsing

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!