KVENNABLAÐIÐ

Leikkonunnar Brittany Murphy minnst: Væri orðin fertug í dag

Leikkonan Brittany Murphy lést árið 2009, einungis 32 ára gömul. Var hún mörgum harmdauði, enda um afar hæfileikaríka og geðþekka leikkonu að ræða. Hún var fædd þann 10. nóvember 1977 og hefði því orðið fertug í gær. Lést hún vegna lungnabólgu og vegna eiturefna/myglu í íbúðinni hennar, en ekkillinn hennar, Simon Monjack, lést af sömu ástæðu hálfu ári seinna. Móðir Brittany fór í mál við byggingafyrirtækið sem reisti húsið á sínum tíma.

Reynt var að búa til þá ástæðu að Brittany hafi verið háð eiturlyfjum/lyfseðilsskyldum lyfjum, en engin fundist í líkama hennar eftir andlátið.

 

Brittany var þekktust fyrir hlutverk sín í Clueless, Sin City, Girl Interrupted og 8 Mile.

Auglýsing

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!