KVENNABLAÐIÐ

Vopnahlé: Kris Jenner og Rob Kardashian mæta í eins árs afmæli Dream

Rob Kardashian og móðir hans Kris Jenner munu mæta í eins árs afmælisveislu barnsmóður hans, Blac Chyna, þrátt fyrir að þau eigi í lagalegri baráttu um forræði stúlkunnar: „Rod er búinn að ákveða að mæta heim til Blac í afmælið“ segir nafnlaus heimildarmaður í viðtali við Radar. Afmælið verður haldið næstkomandi sunnudag.

Auglýsing

Rob hélt sjálfur afmæli fyrir Dream á föstudag, en Blac mætti ekki í það. Þykja því nokkur tíðindi að hann ætli að mæta þar sem þau eiga í málaferlum við hvort annað. Blac hefur kallað hann, Kris og systur hans „rándýr“ sem hafi reynt að eyðileggja feril hennar á meðan Rob hefur ásakað Chyna um að hafa notað eiturlyf og rústað heimili systur hans, Kylie.

Auglýsing

Samkvæmt heimildarmönnum er Rob enn sjúklega ástfanginn af Blac, en móðir hans hefur bannað honum að hafa samband við hana. Hafa þau átt í miklum deilum vegna þessa. Vill Rob helst endurvekja raunveruleikaþáttinn sem þau áttu, Rob og Blac.

 

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!