KVENNABLAÐIÐ

TripAdvisor varar við stöðum þar sem kynferðislegar árásir hafa átt sér stað

Vefsíða hins vinsæla ferðafélaga TripAdvisor hefur nú hafið að merkja þau hótel þar sem kynferðislegar árásir og nauðganir hafa átt sér stað, samkvæmt New York Times. Viðvararnirnar munu einnig ná til húsakynnanna: „Þessar merkingar munu vera á TripAdvisor í allt að þrjá mánuði. Ef vandamálið viðgengst, mun hótelið hafa endanlega merkingu,“ segir talsmaður TripAdvisor í viðtali. „Þessar merkingar eiga að vera til upplýsingar, ekki refsingar.“

Auglýsing

Fyrirtækið TripAdvisor hefur sætt ámælum vegna ummæla konu sem sagðist hafa orðið fyrir kynferðislegri árás á hótelinu Iberostar Paraiso nálægt ströndinni Playa del Carmen í Cancún í Mexíkó. Færslunni hafði verið eytt um leið og hún birtist.

Auglýsing

Færslan um þetta hótel er nú merkt sem hugsanlegur árásarstaður kynferðisglæpamanna: „TripAdvisor er meðvitaður um fjölmiðlaumfjöllun varðandi þennan stað sem gæti ekki verið í umsögnum um hann. Nú höfum við merkt hann sérstaklega þannig þú getur tekið mið af því þegar þú gerir þín ferðaplön.“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!