KVENNABLAÐIÐ

Adam Levine og Behati Prinsloo eru að eignast aðra dóttur!

Dusty er að fá litla systur. Fyrirsætan Behati Prinsloo og söngvarinn Adam Levine eru að eignast sína aðra dóttur á næstunni. Adam uppljóstraði því í þætti Ellenar á dögunum: „Það er stelpa. Við erum að eignast aðra stelpu!“ Aðspurður hvort hann vilji eignast fleiri börn segir hann: „Sennilega. Ég vil mörg. Ég þrífst í ringulreið. Ég raunverulega nýt þess og elska það.“

Auglýsing

En hvað með Behati? „Hún er einbirni, þannig hún vill ca. 100 börn. Ég veit samt ekki hvort ég gæti það.“
Dusty, dóttir þeirra er 13 mánaða. Parið gekk í það heilaga árið 2014.

Adam segir svo um eiginkonu sína: „Hún er æðisleg. Hún er hetja heimsins. Hún er með´etta. Þú myndir aldrei giska að hún væri komin næstum sjö mánuði á leið. Guð blessi hana.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!