KVENNABLAÐIÐ

Kim Kardashian gæti loksins verið tilbúin að skilja við Kanye West

Bæ, Kanye! Slúðurmiðlar vestanhafs hafa lengi verið að spá skilnaði raunveruleikadrottningarinnar Kim og rapparans Kanye. Samkvæmt heimildarmönnum innan Kardashians klansins er Kim gersamlega búin að fá nóg af furðulegri hegðun Kanye, m.a. eftir að hann brotnaði niður fyrir ári síðan og þurfti að dveljast á geðdeild í kjölfarið.

„Kim hefur sagt við vini sína að hún haldi að hann hafi hætt að taka lyfin sem læknar ávísuðu á hann. Hann hefur sýnt maníska hegðun, eins og að dveljast í stúdíóinu næturlangt. Hann segist vera að taka upp nýja tónlist en Kim segir að hann sé að forðast hana. Hún segir að tími sé til að skilja,“ segir nafnlaus heimildarmaður í viðtali við Radar.

Auglýsing

„Kim er döpur alla daga. Kanye er ekki að taka þátt í hjónabandinu eins og hún óskaði. Hún vill hann sé til staðar andlega og líkamlega en það er ekki að gerast.“

Þau eiga von á þriðja barninu með staðgöngumóður en þau eru ekki í rauninni á þeim stað að þeim líði vel: „Kim vill aldrei gera neitt sem Kanye vill gera, frá partýum til viðburða. Hún virðir það en hún er mikið ein og það líkar henni ekki.“

Auglýsing

Kim og Kanye áttu síðast stefnumót á afmælinu hennar: „Kim var í vondu skapi og sagði einungis tvö orð við Kanye allt kvöldið.“

„Kim er komin yfir þetta hjónaband. Tvö börn og eitt á leiðinni. Þetta er erfið ákvörðun fyrir hana.“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!