KVENNABLAÐIÐ

Skaut sjálfan sig í typpið þegar hann reyndi að ræna pylsuvagn

Heimskir glæpamenn: 19 ára maður fær ekki að ganga laus gegn tryggingu eftir misheppnað rán á pylsuvagni í Chicago í vikunni. Terrion Pouncy hefur verið ákærður í tveimur liðum fyrir rán af yfirlögðu ráði. Hann miðaði byssu á tvo starfsmenn pylsuvagns og tók af þeim símana þeirra, veski og peninga, samkvæmt NBC Chicago.

Auglýsing

Terrion miðaði byssu á höfuð annars starfsmanns sem hafði verið að rétta fulla fötu af feiti yfir afgreiðsluborðið. Sagði hann svo samstarfsmanni sínum að gefa honum fé úr afgreiðslukassanum. Gáfu þeir honum peningana, veskin sín og klink en þá vildi til að fatan með feitinni datt um koll og seðlarnir fuku út um allt. Ræninginn beygði sig niður til að hirða seðlana og setti byssuna í buxnastrenginn á meðan. Á þeim tímapunkti hleypti hann óvart af byssunni og skot lenti á typpinu.

Skjögraði hann svo af vettvangi eftir að hafa glímt stuttlega við annan afgreiðslumanninn. Hringdi hann sjálfur í neyðarlínuna, 911, hinum megin við götuna og sagðist hafa verið skotinn. Var hann fluttur á sjúkrahús og gert var að meiðslum hans áður en hann var handtekinn.

Auglýsing

Náðist ránið á upptöku úr öryggismyndavélum og þekktist hann af furðulegu göngulagi þegar hann gekk yfir götuna í sárum sínum. Lögreglan náði aftur öllu því sem hann rændi og mynstrið á blóðugum nærbuxunum var hið sama og á myndum úr myndavélinni.

Ræninginn óheppni gat ekki mætt fyrir dóm fyrr en eftir nokkra daga þar sem hann var enn að jafna sig skv. Chicago Tribune.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!