KVENNABLAÐIÐ

Jason Momoa og Lisa Bonet gengin í það heilaga

Leikaraparið Lisa Bonet og Jason Momoa gengu í það heilaga í október, öllum að óvörum. Gula pressan var að komast að þessu núna í byrjun nóvember. Game of Thrones leikarinn og Ray Donovan leikkonan höfðu lítið brúðkaup á heimili sínu í Topanga, Kaliforníuríki. Aðeins nánustu vinum og fjölskyldu var boðið.

Lisa og Jason hafa verið saman í 12 ár og hittust árið 2005 í gegnum sameiginlega vini. Þau eiga tvö börn saman, 10 ára dóttur Lolu Iolani og átta ára son, Nakoa-Wolf. Lisa á einnig dótturina Zoe Kravitz sem hún eignaðist í fyrra hjónabandi sínu með Lenny Kravitz.

Jason er nýbúinn að leika í Justice League, sem kemur í bíóhús þann 17 nóvember. Síðan leikur hann aðalhutverkið í Aquaman sem frumsýnd verður árið 2018.

Auglýsing

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!