KVENNABLAÐIÐ

DRAMA: Caitlyn tók nýju kærustuna með í afmæli Kendall

Andrúmsloftið var vægast sagt spennu þrungið í 22 ára afmæli Kendall Jenner sem haldið var í gærkvöld, fimmtudaginn 2. nóvember. Þar mætti allt Kardashian klanið, að sjálfsögðu til að fagna með Kendall en enginn bjóst við að Caitlyn Jenner (68), faðir hennar, myndi taka Sophia Hawkins, 21 árs kærustuna sína með. Var afmælið haldið í Petite Taqueria í vestur-Hollywood.

Auglýsing

Ekkert rifrildi átti sér stað eins og margir bjuggust við, en vissulega var óþægilegt að hafa Caitlyn og Kris undir sama þaki þar sem það andar köldu á milli þeirra eftir að Caitlyn gaf út ævisögu sína fyrir nokkru.

Kourtney Kardashian and boyfriend Younes Bendjima exit Kendall's B-Day Dinner

Kourtney var einna fyrst á svæðið með kærastanum Younes Bedjima.

Kim Kardashian and Kanye West arrive at Kendall's birthday party at Petite Taqueria

Kris Jenner and Corey Gamble at Petite Taqueria for Kendall's 22nd birthday party

Kris mætti með Corey Gamble en margir segja að hún borgi honum fyrir að sjást með sér, þau séu ekki saman eins og staðan er í dag.

Auglýsing

Caitlyn Jenner exits daughter Kendall's birthday dinner

Nokkrum mínútum síðar kom Caitlyn með Sophia.

Caitlyn Jenner arrives at Kendall Jenner's 22nd birthday at Petite Taqueria

Samkvæmt heimildarmönnum sagði Kendall Kris ekki að Caitlyn væri að koma, því hún vildi ekki búa til neitt vesen: „Þetta varð samt óneitanlega vandræðalegt þar sem Sophia er ári yngri en Kendall.“

Kendall Jenner looks AB-solutely sexy at her birthday dinner

Auglýsing

Dætur Kris úr fyrra hjónabandi hafa ekkert samband við Caitlyn. Meira að segja Kylie Jenner reynir að hafa sem minnst samband við föður sinn. Kim og Kourtney heilsuðu Caitlyn en ekkert meira. Aðra sögu var að segja frá hinum sem heilsuðu henni ekki.

Kendall ku hafa sagt við bæði Kris og Caitlyn að ef þær færu að rífast yrðu þær báðar að fara.