Netflix tilkynnti í gær að sjötta sería þáttanna geysivinsælu, House of Cards, yrði sú síðasta. Nú þarf serían að enda einhvernveginn öðruvísi en ætlað var, þar sem Kevin Spacey mun ekki verða hluti af þáttunum eftir að hann játaði kynferðisbrot gegn 14 ára dreng. Hugmyndir hafa vaknað um að þættirnir kunni að halda áfram, þá með Doug Stamper sem aðalpersónu, en Michael Kelly leikur hann. Fleiri hugmyndir eru á teikniborðinu en Eric Roth er enn sem fyrr aðalhandritshöfundur þáttanna.

Auglýsing

Sjötta serían verður frumsýnd á næsta ári.