KVENNABLAÐIÐ

Erfið vika fyrir Charlie Heaton úr Stranger Things

Breski leikarinn Charlie Heaton sem leikur í þáttunum geysivinsælu Stranger Things komst ekki á frumsýningu þáttanna því honum var neitað að koma til Bandaríkjanna þar sem kókaín fannst í fórum hans. Önnur sería þáttanna var frumsýnd um síðustu helgi. Leikarinn, sem er að hitta meðleikkonu sína, Natalia Dyer, á líka barn sem kom öllum að óvörum.

Auglýsing
Mynd af Charlie með nýfæddan son sinn
Mynd af Charlie með nýfæddan son sinn
Charlie og Akiko
Charlie og Akiko
Auglýsing

Var hann í hljómsveitinni Comanechi og átti í eldheitu ástarsambandi við stúlku úr hljómsveitinni Akiko Matsuura, áður en hann fékk hlutverk í þáttunum. Akiko varð ófrísk árið 2014 og á hann því þriggja ára dreng. Er Charlie 23 ára í dag. Gula pressan logar vegna fréttanna en ekkert hefur fengið staðfest enn. Er búist við að drengurinn búi hjá móður sinni.

Charlie og Natalia
Charlie og Natalia

Charlie sem leikur Jonathon Byers í þáttunum var á LAX, flugvellinum í Los Angeles þegar fíkniefnahundar sýndu honum mikla athygli. Tollverðir fundu hvítt duft í fórum hans. Var það ekki mikið magn, en Charlie var sendur aftur til London. Hann var ekki handtekinn.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!