KVENNABLAÐIÐ

Leið yfir Simon Cowell í tröppunum heima hjá honum

Þáttastjórnandinn og einn dómara X Factor, Simon Cowell, þurfti að fara í neyðar-heilaskanna eftir að hann fannst meðvitundarlaus heima hjá sér. Hafði hann fallið niður stiga og fundu öryggisverðir hans hann. Gerðist þetta snemma um morgun og hafði hann verið hálf-ringlaður og ætlaði að sækja sér heita mjólk þegar atvikið gerðist.

Auglýsing

Öryggisverðirnir heyrðu hávaðann og fundu yfirmann sinn á þennan hátt. Hringdu þeir um leið á sjúkrabíl og óttuðust sjúkraflutningamennirnir að hann hefði orðið fyrir hnjaski á mænu eða höfði og var hann því fluttur á sérstökum spelkum á sjúkrahúsið. Hann fór beint í heilaskanna sem athugar hvort um blóðtappa, æxli eða innri meiðsl sé að ræða.

sim

Simon átti að vera að stjórna X Factor í kvöld, laugardagskvöld, en mun vera heima að hvíla sig.

Auglýsing

Sást hann yfirgefa spítalann grár og gugginn, en lýsti atvikinu sem „áfalli á kerfið,“ samkvæmt breskum fjölmiðlum.

Unnusta Simons, Lauren Silverman, var í New York ásamt syni sínum en flug strax heim þegar hún frétti af atvikinu. Yngri sonur þeirra var heima þegar þetta gerðist en sem betur fór var hann með barnfóstru sína hjá sér.

 

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!