KVENNABLAÐIÐ

Kona slapp við fangelsisvist þar sem hún sagðist vera ólæs: Skrifaði svo þakkarbréf á Facebook

Kona sem ákærð var fyrir bótasvindl var sýknuð vegna þess hún sagðist vera í raun ólæs. Nokkrum mínutum eftir að hún kom úr dómsalnum skrifaði hún þakkarbréf á Facebook.

Susan Williams, 47, var í svartri vinnu sem hún gaf ekki upp og fékk því 60,000 pund (8,3 milljónir ISK) frá ríkinu yfir sex ára skeið. Þurfti alltaf að stimpla sig og reiddi hún sig á vini sína til að svindla út bæturnar. Var farið fram á eins og hálfs árs fangelsi yfir henni en lögfræðingurinn fékk sýknu í gegn með því að setja að hún væri ólæs.

Auglýsing

bota2

Í febrúarmánuði árið 1999 sagðist hún vera einstæð með tvö börn og fékk hún fjárhagsaðstoð frá borginni. Einnig sagði hún að hún þyrfti að sjá um veikan föður sinn en hann var á hjúkrunarheimili. Susan lét ekki vita að hann væri kominn á hjúkrunarheimili og fékk áfram bæturnar. Notaði hún falska kennitölu til að fela slóð sína.

Var hún að vinna sem hjúkrunarkona konu að nafni Anne Hardman frá 2006-2012. Susan var boðuð í viðtal þar sem hún sagðist ekki vera að vinna fyrir þessa konu en hún hafði látið atvinnurekandann fá skilríki með falskri kennitölu.

Auglýsing

Susan, sem er amma, sagðist saklaus af öllum 13 liðunum í ákærunni. Lögfræðingurinn sagði í málsvörninni: „Hún hefur átt í námserfiðleikum því hún hætti mjög ung í skóla. Hún er ólæs og þurftu vinir og ættingjar að hjálpa henni að fylla út allar umsóknir og þessháttar. Þegar hún sótti um bæturnar var það algerlega löglegt sem hún var að gera.“

Spurning er nú hvað verður um Susan, en það var víst ekki mjög gáfulegt að monta sig af því á Facebook, örfáum mínútum eftir að dómur féll…

botasv

Heimild: Mirror.co.uk

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!