KVENNABLAÐIÐ

Fyrrum Playboy fyrirsæta segir leikstjórann Oliver Stone hafa áreitt sig kynferðislega

Fyrrum Playboy fyrirsæta og leikkona hefur ásakað leikstjórann Oliver Stone sem hefur unnið til Óskarsverðlauna: „Hann teygði sig og bara greip í brjóstin á mér,“ segir Carrie Stevens, „það var ekkert kynþokkafullt við þetta, þetta var bara ógeðslegt,“ segir hún. Carrie hefur einnig leikið í þáttum á borð við „Days Of Our Lives“ og „Two And a Half Men“ segir atvikið hafa gerst í samkvæmi snemma á tíunda áratugnum. Í dag hefur myllumerkið #metoo tröllriðið öllu á samfélagsmiðlum þar sem konur segja frá kynferðislegri misbeitningu karlmanna í gegnum árin og mótmæla þeirri þöggun og viðurkenningu sem þar ríkir.

Auglýsing

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!