KVENNABLAÐIÐ

Kærastinn vann þann stóra í lottói og stakk af

Marga hefur dreymt um að vinna í lottóinu og spilað með einmitt vegna þess. Hlutirnir sem við myndum kaupa, ferðalög sem við myndum fara í…og svo framvegis. Stundum er samt sagt að peningar séu rót alls ills og það var einmitt í þessu tilfelli kærustuparsins til tveggja og hálfs árs, Denise Robertson og Maurice Thibeault: „Við áttum okkur þann draum að vinna í lottóinu,“ segir Denise frá Ontario í Kanada en málið hefur vakið mikla athygli þar.

Auglýsing

„Við elskum bæði stóra bíla og vildum kaupa okkur sitthvorn. Við vildum kaupa stórt sveitabýli og verkstæði til að vinna í bílunum okkar,“ segir Denise. Samt sem áður hafði Maurice unnið 6 milljón dollara (jafnvirði 632 milljóna ISK) og sagði henni ekki frá því. Fjórum dögum seinna hafði hann pakkað niður, tekið vegabréfið sitt og stungið af úr íbúðinni sem þau höfðu búið í síðastliðin tvö og hálft ár.

„Þegar ég horfi til baka hefði ég kannski átt að sjá þetta. Kvöldið áður en hann fór þvoði hann um það bil 15 þvottavélar…og það var sennilega af því hann var að undirbúa sig fyrir að fara.“

Auglýsing

Maurice hefur neitað að hafa vinningsmiðann eftir að Denise sendi honum sms sem bað hann um að athuga vinningstölurnar. Nú er Denise búin að fara í mál til að reyna að stöðva Maurice að ná í vinninginn, því hún telur að hún eigi helming peninganna.

Í yfirlýsingu segir Denise: „Ég er mjög hrygg og leið yfir því sem gerðist hér. Þetta gæti hafa verið ánægjulegur og spennandi tími fyrir okkur sem par, til að gera það sem draumar okkar buðu.“