KVENNABLAÐIÐ

IKEA býður nú upp á húsgögn fyrir gæludýr

Húsgagnarisinn IKEA er nú með nýja línu. Ekki þó hefðbundna því fyrirtækið einbeitir sér nú að bestu vinum mannsins, gæludýrunum. Er þetta stórt og flott skref að okkar mati þar sem aukahlutir fyrir gæludýr eru oftast dýrir. Nýja línan samanstendur af ferðabúrum til rúma til klórumotta og matardalla, allt í hinum hreinlega IKEA stíl.

Ekki er samt við því að búast að línan fáist allsstaðar til að byrja með. Nú eru einhverjar búðir komnar með línuna í Bandaríkjunum, Kanada, Japan og Frakklandi. Vonandi kemur hún samt til Íslands!

Auglýsing
iek2 ike1 ikea gælu

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!