KVENNABLAÐIÐ

Kris Jenner hefur áhyggjur af meðgöngu Kylie

Hin tvítuga Kylie Jenner er með barni eins og flestir sem fylgjast með slúðri vita. Hún er dauðhrædd við að fitna á meðgöngunni og þar sem móðir hennar hefur áhyggjur af henni er hún í hálfgerðu fóstri hjá Kris: „Kris er búin að ráða til sín kokk, næringarfræðing og hjúkrunarfræðing sem fylgist með gangi mála,“ segir ónafngreindur heimildarmaður í viðtali við Radar.

Auglýsing

„Hún vill að maturinn sé búinn til fyrir hana til að hún fái öll nauðsynleg næringarefni og hún þarf að sofa vel og fara í hentuga líkamsrækt. Kylie hefur áhyggjur af því að líkamsvöxturinn breytist þegar hún gengur með barnið. Hún er virkilega tilfinninganæm og grætur mikið,“ segir hann ennfremur.

Auglýsing

Hún vill þó barninu að sjálfsögðu hið besta þannig hún er að hlýða móður sinni: „Hún elskar smoothies núna, pasta og kolvetni. Hún hefur eiginlega aldrei borðað kolvetni þannig það er nýr heimur fyrir henni. Hún er í raun búin að breytast í lítið barn sjálf og treystir mjög á mömmu sína í þessum efnum.“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!