KVENNABLAÐIÐ

Ása Elínar með nýtt lag: Við höfum öll okkar djöful að draga

Ein flottasta söngkona okkar Íslendinga þessa dagana er Ása Elínar, sem hefur átt hvern smellinn á fætur öðrum. Nú hefur hún gefið út nýtt lag sem kallast Broken Wings. Segir hún myndbandið fjalla um að vera fastur í eigin hugarheim og sjá enga leið út úr slæmum hugsunum: „Það er jú alltaf eitthvað sem eltir okkur…spurningin er bara hvernig við tæklum það. Við höfum öll okkar djöful að draga og hann getur verið misstór. Það skiptir svo miklu máli að hleypa fólkinu okkar eða einhverjum sem við treystum að okkur, að sálinni í okkur. Í myndbandinu sést þetta glögglega, í endann mætir hún ungri stúlku og hún táknar innra barnið í okkur,“ segir Ása.

Auglýsing

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!