KVENNABLAÐIÐ

Þýsk leikkona sprautar sig með 3,5 milljón ára bakteríum til að halda sér ungri

45 ára þýsk leikkona sem gengur undir viðurnefninu Manoush sprautar sig reglulega með Bacillus F, 3,5 milljón ára bakteríu sem finnst í sífrera í Síberíu. Gerir hún þetta til að berjast gegn öldrun.

Segist Manoush vera „mennsk tilraunarotta“ þar sem hún er sennilega fyrsta manneskjan til að prófa þessa leið þar sem frumur bakteríunnar sýna engin merki öldrunar. Hefur hún staðið í þessu í þrjá mánuði og segist nú þegar finna fyrir að hún sýnist og virðist vera yngri.

Auglýsing

mill2

Bacillus F var uppgötvuð árið 2009 af rússneskum vísindamönnum og var talað um „vísindabyltingu.“ DNA bakteríunnar var ráðið árið 2015 af vísindamönnum sem segja að frumur þess, ólíkar öðrum í náttúrunni eldast ekki. Gæti hér því verið um yngingarbrunn að ræða. Manoush hefur tekið þessu mjög bókstaflega og sprautað bakteríunum í æð.

Ef þú ert að velta því fyrir þér hvernig óþekkt leikkona nær að komast yfir þetta undraefni, er hún buin að vera að fá sýni frá háskólanum í Moskvu, frá Dr. Anatoli Brouchkov sjálfum sem uppgötvaði bakteríuna.

Læknirinn
Læknirinn

Enginn læknir myndi sprauta hana með þessu nema eiga á hættu að missa leyfið, þannig hún gerir það sjálf með eftirliti lækna og vina. Hún hefur sprautað henni í æð aðra hvora viku og vill fara að auka skammtinn: „Húðin mín er eins og barnsrass. Þú sérð það kannski ekki á myndum en ég sé það. Ég hef engin æðaslit eða hrörnunarmerki og mér hefur aldrei liðið betur. Ég hef aldrei sofið betur, dýpra eða lengur.“

Auglýsing
Bacillus F
Bacillus F

Hefur hún engar áhyggjur af langtímaáhrifum: „Það er engin leið að vita það núna, en engin áhætta – enginn vinningur. Þetta mun ekki gera mig 20 árum yngri en ég mun kannski lifa fram á tírætt. Ég vil deyja í líkama sem virkar fullkomlega. Öldrun er sjúkdómur. Sem táningur fannst mér hugmyndin um að eldast óhugnanleg. Mér er alveg sama hvað fólki finnst. Ég svífst einskis til að líta unglegar út og líða sem ég sé yngri. Einskis.“

Auglýsing

Fjölskylda Manoush hefur áhyggjur af henni en henni er alveg sama. Hún hefur einnig undirgengist lýtaaðgerðir til að líta unglegar út, s.s. andlitslyftingu, brjóstalyftingu og nefaðgerð. Prófanir sýna á dýrum að sé Bacillus F sprautað í líffæri gerir það dýrunum kleift að lifa lengur.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!