KVENNABLAÐIÐ

Justin Bieber fór með nýju kærustunni í kirkju

Söngvarinn vinsæli, Justin Bieber, sem lýst hefur fögnuði yfir því að vera einhleypur er nú sennilega ástfanginn á ný. Í dag er Justin að hitta gullfallega leikkonu sem hann er afar hrifinn af. Paola Paulin sem er 26 ára og leikur í Ballers er nýjasta ástin hans og segja vinir hans að hann sé yfir sig hrifinn.

Eftir kirkju
Eftir kirkju
Auglýsing

Þann 27. september síðastliðinn fór parið á óvenjulegt stefnumót en þau sáust í kirkju saman á sunnudegi eins og sannkristnum ungmennum sæmir. Létu þau sér það ekki nægja heldur fóru einnig næsta miðvikudag þar eftir. Sögðu sjónarvottar að þau hefðu verið einstaklega „sæt saman.“ Justin vildi að Paola hitti prestinn svo hann kynnti þau.

Paola
Paola

Eftir messu fóru Justin og Paoula á Soho House að borða í vestur-Hollywood: „Hún fékk sér laxasalat og hann kjúklingasalat. Voru þau greinilega afar náin og var slétt sama hver væri að horfa. Þau fóru svo saman eftir það,“ sagði sjónarvottur.

Auglýsing

kirk4

Parið hefur ekki gefið út yfirlýsingu um sambandið á samfélagsmiðlum, en líklegt er að Bieber taki því rólega, því fyrrverandi kærustur hafa fengið harða útreið eftir slíkar yfirlýsingar.

Heimild: ELLE