KVENNABLAÐIÐ

Gaf fórnarlömbum fellibyljanna alla bangsana sína!

Þetta er krúttfrétt dagsins: Hin sex ára Jenna Peltier vildi leggja sitt af mörkum til að hjálpa þeim sem urðu illa úti eftir fellibylina í Bandaríkjunum, þeim Harvey og Irmu. Móðir hennar stakk upp á að hún myndi biðja fyrir fórnarlömbunum en Jenna sagði: „Nei ég vil frekar gefa þeim bangsana mína.“ Svo bætti hún við: „Heldur þú að við gætum fengið fleiri til að hjálpa okkur?“

Auglýsing

Síðan þá hafa þær mæðgur safnað hundruðum bangsa og kalla þær verkefnið „Hugs After Hurricanes,“ sem gæti kallast „knús eftir fellibyl.“

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!