KVENNABLAÐIÐ

Fór til Evrópu í átta daga og skildi fjögur börn sín eftir alein heima

Versta móðir í Bandaríkjunum? Erin Lee Macke er nú á forsíðu margra miðla um allan heim. Ástæðan er sú að hún fór í átta daga ferð um Evrópu og hafði ekki fyrir því að fá pössun fyrir börnin sín fjögur, sex og sjö ára og tvíbura sem eru 12 ára.

Auglýsing

Lögreglan í Iowaríki segir : „Hún skildi börnin eftir í umsjá tveggja 12 ára barna.“ Þeir náðu sambandi við Erin þegar hún var í Þýskalandi og sögðu henni að snúa tafarlaust aftur heim. Hún brást ekki við beiðninni og var í átta daga samtals. Er hún í fangelsi núna án möguleika á að verða laus gegn veði. Hún hefur verið ákærð fyrir að brjóta fjögur barnaverndarlög og að hafa byssu í húsinu þar sem börnin voru.

Auglýsing

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!