KVENNABLAÐIÐ

Fjórar leiðir til að eiga við óöryggi í ástarsambandi

Ert þú óörugg/ur í sambandinu þínu? Reynd pör í ástarsambandi segja okkur að það þarf miklu meira en bara ást til að láta sambandið ganga upp. Að fólk passi vel saman og tímasetningar atburða og samskipta eru mjög mikilvægir hlutir til að sambandið gangi upp.

Við á Sykri fögnum fjölbreytileikanum og þeim samböndum sem fólk er í, sama af hvaða kyni eða öðru og munum því tala héðan í frá um „þig” og „makann” burtséð frá því hvort fólk er gift eður ei!

Pör hafa eiginleikann til að láta ástina fá „útrás” á óheilbrigðan hátt og þurfa að læra að vera í heilbrigðu sambandi við hvort annað. Stundum er hægt að yfirvinna litla dýnamík í sambandinu með ást og stundum eyðileggst samband vegna þess að ástríðan og rómantíkin verður of mikil. Ástæða þess að beina ástinni á heilbrigðar brautir verður því að teljast mjög áríðandi. Ef þú átt erfitt með að beina ástinni á heilbrigðan hátt en vilt halda í sambandið gæti þessi grein hjálpað þér.

Auglýsing

Óöryggi

Því er ekki að neita að margir finna fyrir óöryggi í sambandi þó að hlutirnir líti vel út. Þetta getur verið afskaplega snúið. Óöryggið hefur þau áhrif á hvernig þú kemur fram við makann og hvernig þú ert í kringum hann. Það getur haft mjög neikvæð áhrif ef þú lætur óöryggið grassera. Þú þarft að díla við kvíðann hjá þér ef þú vilt að sambandið endist.

Það eru engar töfralausnir í þessu samhengi. Stundum þarf jafnvel að leita álits sérfræðinga, t.d. Kvíðamiðstöðin hjálpar fólki að komast yfir kvíða og óöryggi.

Svo eru það óheildbrigðu samböndin. Makinn getur verið stjórnsamur, ofbeldisfullur og jafnvel „eitraður” sem ýfir upp allar óöryggu tilfinningar hins. Sumir makar jafnvel stjórna með þeim hætti og getur það verið mjög kvíðafullt að vera í slíku sambandi.

En það er önnur saga. Ef þú telur að þú eigir í tiltölulega eðlilegu sambandi og ert samt að eiga við óöryggi, er, eins og áður segir…nauðsynlegt að takast á við vandann fyrr en seinna.

  1. Reyndu að komast að orsök kvíðans

Stundum, til að losna við óöryggi, getur verið að fjarlægja allt sem getur vakið hann. Reyndu að komast að rót kvíðans og reyndu að forðast það sem veldur honum.

2.Lærðu að tala við makann augliti til auglits, ekki í gegnum síma

Auðvitað er æðislegt að senda hvort öðru skilaboð í gegnum daginn til að vita að allt sé í lagi, en ekkert kemur í staðinn fyrir þá tilfinningatengingu þegar þið horfist í augu meðan þið talið saman.

Auglýsing

3.Finndu hamingjusömu hlutina í sambandinu og nærðu þá

Til að komast út úr svartnættinu þarftu að hleypa ljósinu inn, svo að segja. Finndu alla hlutina sem þú nýtur í sambandinu og ræktaðu þá. Ef ykkur líður vel saman í sundi, til dæmis, farið oftar í sund! Reyndu alltaf að búa til jákvætt andrúmsloft í sambandinu.

4. Vertu meðvituð/meðvitaður um óöryggi þitt og hvernig það hefur áhrif á makann

Mundu að það þarf tvo í tangó, þú ert ekki eini einstaklingurinn í sambandinu. Óöryggið hefur líka áhrif á hinn aðilann. Með því að opna augun fyrir því gæti það einnig verið heilbrigð leið að vinna á leiðinlegum tilfinningum og yfirvinna þær.

Gangi þér vel!

Heimild: Relationship Rules

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!