KVENNABLAÐIÐ

Söngvarinn Aaron Carter farinn í meðferð….aftur

Hinn vinsæli söngvari, Aaron Carter, hefur skráð sig inn á meðferðarstofnun enn á ný. Fór hann sjálfviljugur inn á föstudaginn 22. spetember eftir að hafa brotnað niður í þætti af The Doctors.

Auglýsing

Talsmaður hans Steve Honig sagði: „Aaron hefur ákveðið að skrá sig inn á meðferðarstofnun til að hugsa um heilsu sína og velgengni. Hann er að gera þetta í einlægni og vill einbeita sér að því að verða sem bestur einstaklingur og söngvari sem hægt er. Hann er þakklátur fyrir allan stuðninginn frá aðdáendum sínum og vill mæta aftur á svið, sterkari en nokkru sinni.“

Vinir Aarons hafa haft áhyggjur af honum vegna neyslu og að hann hafi ekki hugsað nógu vel um sig. Var lögregla kölluð að heimili hans í Flórídaríki en allt virtist vera í lagi. Aaron hefur átt erfitt sumar að baki, m.a. kom hann út sem tvíkynhneigður.

Auglýsing

Aaron og vinkona hans Madison Parker voru handtekin í júlí á þessu ári í Habersham sýslu, Georgiaríki, fyrir að aka undir áhrifum og hafa fíkniefni undir höndum.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!